Skrifstofa Mýrdalshrepps hættir sölu á farmíðum

Vegna breytinga á greiðslukerfi Strætó er ekki lengur hægt að kaupa farmiða í Strætó á skrifstofu Mýrdalshrepps.

Hægt er að kaupa miða í Strætó appinu, einnig er hægt að borga með fullum afslætti um borð í vögnunum með korti.

Það verður þó hægt að nota farmiða í kerfinu, bæði á landsbyggð og höfuðborgarsvæðinu til 1. mars 2022.