REGNBOGINN 9.-12. OKTÓBER 25'

Samvera og samstaða skapar samfélag - togetherness and unity creates community!
 
Regnboginn, samfélagshátíðin okkar í Mýrdalshreppi, verður haldin í 19. sinn 9-12. október 2025. Síðustu ár hefur hátíðin vaxið mikið, samfélagið tekið fullan þátt og gert hátíðina að sinni, fjöldi fólks hefur komið víða að, tengst og glaðst á fjölbreyttum viðburðum. Þannig búum við að blómlegu samfélagi og það er ómetanlegt.
 
Grunnurinn að glæsilegum Regnboga liggur í styrkjum fyrirtækja sem hingað til hafa stutt myndarlega við hátíðina og fyrir það erum við mjög þakklát! Þið setið litinn í Regnbogann! Þetta er líka kjörið tækifæri til að styðja við menningu í sveitarfélaginu og samfélagið okkar!
 
  • Hvernig er hægt að styðja við hátíðina?

Það er hægt að styrkja hátíðina beint með því að leggja inn á reikning Regnbogans:

317-26-4202

kt. 420269-6689

Þá geta fyrirtæki einnig boðist til að halda viðburði, hafa opið hús, bjóða gistingu fyrir listafólk, eða borga fyrir sérstaka viðburði (td. barnadagskrá, tónleika, fjölskylduball, skreytingar etc.) og fá þá nafn sitt tengt viðburðinum í dagskránni! Öll fyrirtæki sem styðja við hátíðina fá viðurkenningar- og þakklætisskjal. Þá fá fyrirtæki aukið vægi í auglýsingum eftir upphæð styrksins. Hverskyns stuðningur er velkominn en til viðmiðunar þá hafa styrkir til hátíðarinnar síðustu ár verið frá 50.000 - 400.000.

Nú sem áður eru allar tillögur og hugmyndir fyrir hátíðina hjartanlega velkomnar og fyrir hverskyns pælingar varðandi hátíðina er hægt að hafa samband við Hörpu Elínu í Kötlusetri og Sigurgeir Skafta Flosason.

Fyrirtæki geta einnig ákveðið að styrkja hátíðina með því að halda viðburð, styðja við einhvern sérstakan viðburð eða tengjast Regnboganum á þann hátt sem hentar best/er skemmtilegast fyrir ykkur! Fyrir allar svoleiðis pælingar er hægt að hafa samband við Hörpu í Kötlusetri. Nú sem áður eru allar hugmyndir og tillögur tengdar hátíðinni hjartanlega velkomnar!

Með von um góðar viðtökur og regnbogakveðju,

Fyrir hönd Regnboganefndarinnar 2025
Sigurgeir Skafti Flosason (sigurgeirskafti@gmail.com / 846 7713)
Harpa Elín (kotlusetur@vik.is / 852 1395)