Það er hægt að styrkja hátíðina beint með því að leggja inn á reikning Regnbogans: 317-26-4202 kt. 420269-6689 Þá geta fyrirtæki einnig boðist til að halda viðburði, hafa opið hús, bjóða gistingu fyrir listafólk, eða borga fyrir sérstaka viðburði (td. barnadagskrá, tónleika, fjölskylduball, skreytingar etc.) og fá þá nafn sitt tengt viðburðinum í dagskránni! Öll fyrirtæki sem styðja við hátíðina fá viðurkenningar- og þakklætisskjal. Þá fá fyrirtæki aukið vægi í auglýsingum eftir upphæð styrksins. Hverskyns stuðningur er velkominn en til viðmiðunar þá hafa styrkir til hátíðarinnar síðustu ár verið frá 50.000 - 400.000. |
Fyrirtæki geta einnig ákveðið að styrkja hátíðina með því að halda viðburð, styðja við einhvern sérstakan viðburð eða tengjast Regnboganum á þann hátt sem hentar best/er skemmtilegast fyrir ykkur! Fyrir allar svoleiðis pælingar er hægt að hafa samband við Hörpu í Kötlusetri. Nú sem áður eru allar hugmyndir og tillögur tengdar hátíðinni hjartanlega velkomnar!
Með von um góðar viðtökur og regnbogakveðju,