Bílskúrsband – nýtt tónlistarnám fyrir 13 – 18 ára.
Kennari: Orri Guðmundsson
Skráning stendur til 12. janúar.
Sækja þarf um nám rafræn - https://tonviska.is/form/82/3kLvH4zDERevaYtd/
Verð fyrir vorið: 27.590kr
Kennt verður á mánudögum einu sinni í viku 90 mín. frá 18:00 – 19:30 í húsnæði Tónskóla Mýrdalshrepps á Sunnubraut 7, Vík.
Lýsing á tónlistarnáminu - að gefa ungu fólki rými og tíma til þess að skapa tónlist saman sem hljómsveit. Annað hvort að skapa sína eigin tónlist eða spila lög sem eru eftir aðra listamenn.
Markmiðið á tónlistarnáminu - að nemendur finna fyrir þeirri gleði sem fylgir því að spila tónlist og einnig að gera þau að betri tónlistarmönnum. Farið verður yfir uppbyggingu á lagagerð ásamt textagerð og að sjálfsögðu yrði kennarinn leiðbeinandi á hljóðfærin.
Hlökkum til að sjá ykkur 😊