Mýrdalshreppur óskar eftir að ráða tvo starfsmenn í vinnu við leikjanámskeið 2021

Tímabili: 1. júní til 30. júní 2021.

Starfsheiti: Starfsmaður á leikjanámskeiði. 

Starfslýsing: Í starfinu felst vinna með börnum á leikjanámskeiði fyrir börn í 1. til 4. bekk. Ekki er gert ráð fyrir frítöku á tímabilinu.

Hæfniskröfur:

  • Góð fyrirmynd, stundvísi og vinnusemi.
  • Reynsla af starfi með börnum æskileg.
  • Sjálfstæð vinnubrögð og góð samskiptahæfni.
  • Menntun sem tengist starfinu æskileg.
  • Frumkvæði og þolinmæði.
  • Hrein sakaskrá.
  • Góð íslenskukunnátta.

Vinnutími: Unnið er virka daga frá 9:00 til 17:00 eða 7:45 til 15:45

Umsóknarfrestur er til 23. maí 2021 

Umsækjendur eru beðnir að senda umsókn á sveitarstjori@vik.is eða skila henni á skrifstofu Mýrdalhrepps. Nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri í síma 487-1210 á skrifstofutíma.