Mýrdalshreppur auglýsir eftir starfsmönnum í Áhaldahús sveitarfélagsins

Meðal verkefna er umhirða opinna svæða, gatna og gangstétta, þátttaka í framkvæmdum á vegum sveitarfélagsins.

Reynsla af sambærilegum störfum er kostur en þó ekki skilyrði. Hæfni og lipurð í mannlegum samskiptum eru mikilvæg svo og sjálfstæð og öguð vinnubrögð.

Launakjör skv. kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Í samræmi við jafnréttisáætlun Mýrdalshrepps hvetur sveitarfélagið konur jafnt sem karla til þess að sækja um starfið.

Upplýsingar um starfið veitir verkstjóri í síma 897-8303 eða skrifstofustjóri í síma 487-1012

Umsóknarfrestur er til 15. júní 2022