Mýrdalshreppur auglýsir eftir skrifstofuhúsnæði

Mýrdalshreppur óskar eftir að taka á leigu skrifstofuhúsnæði fyrir ráðhús sveitarfélagsins.

Miðað er við að húsnæðið verði tekið á leigu til a.m.k. 10 ára, fullbúið til notkunar. Gerð er krafa um gott aðgengi. Húsrýmisþörf er áætluð á bilinu 130 - 180 m2.

Við mat á hagkvæmni til boða verður tekið tillit til leiguverðs, stærð húss og skipulags þess út frá fyrirhugaðri starfsemi, öryggis, afhendingartíma og staðsetningu.

Gott skrifstofurými þarf að vera í húsnæðinu, fundarsalur og önnur nauðsynleg aðstaða fyrir starfsfólk og rekstur sveitarfélagsins.

Fyrirspurnir skulu sendar á sveitarstjori@vik.is.

Fyrirspurnartími rennur út 30. ágúst en svarfrestur er til 5. september.

Leigutilboðum skal skila í tölvupósti á netfangið sveitarstjori@vik.is fyrir kl. 16:00 þann 8. september 2023.

Gögn sem skulu fylgja tilboði þurfa að innihalda eftirfarandi upplýsingar:

  • Afhendingartíma húsnæðis
  • Staðsetningu, stærð og aldur húsnæðis
  • Leiguverð per/m2 og heildarleiguverð