Menntastefna Mýrdalshrepps endurskoðuð / Revision of the educational policy of Mýrdalshreppur

Íbúafundur um endurskoðun menntastefnu Mýrdalshrepps var haldinn í Leikskálum, mánudaginn 17. apríl sl. Rædd var framtíðarsýn fundarmanna á skólastarf í Mýrdalshreppi og þær áherslur sem fólk vildi sjá í endurskoðaðri menntastefnu.

Sveitarfélagið samdi við Ásgarð til þess að halda utan um og leiða verkefnið í samráði við stýrihóp sem sveitarstjórn skipaði.

Þeir sem ekki áttu kost á að mæta á íbúafundinn geta komið sínum hugmyndum og sjónarmiðum á framfæri með því að rita inn í skjal á vefnum sem unnið var með á fundinum:

https://docs.google.com/document/d/1nx7qDJJ6bDUKGZWxytIFNv77v1E5yziQoxXwtAxJAzA/edit?usp=sharing

Eins er íbúum bent á könnun sem er í gangi í tengslum við endurskoðunina og allir hvattir til þess að gefa sér tíma til að svara henni:

https://forms.gle/5gJGKJrmLSvgEVCC8 

A public meeting was held in Leikskálar on Monday the 17th of April to discuss the revision the educational policy of Mýrdalshreppur. Participants in the meeting discussed their future vision for the schools and the points of focus they wanted to see in the revised policy.

The municipality negotiated with Ásgarður to manage and lead the project in consultation with a steering committee appointed by the municipality.

Those who did not have the opportunity to attend the public meeting can express their ideas and points of view by writing in a document on the web that was used at the meeting (available in icelandic, english and polish):

https://docs.google.com/document/d/1nx7qDJJ6bDUKGZWxytIFNv77v1E5yziQoxXwtAxJAzA/edit?usp=sharing

Residents are also advised of a survey that is underway in connection with the review, and everyone is encouraged to take the time to answer it:
https://forms.gle/5gJGKJrmLSvgEVCC8