Menntastefna Mýrdalshrepps 2023-2028

Nú stendur yfir endurskoðun menntastefnu Mýrdalshrepps og gengur vinnan vel. Haldinn var íbúafundur, lögð fyrir rafræn könnun, nýtt gögn úr innra og ytra mati skólanna og ýmislegt annað sem varpar ljósi á hver staða menntamála er. Nú er búið að vinna töluvert mikið úr samráðsgögnum og útgáfa af endurskoðuðum texta er tilbúin til þess að fá álit ykkar allra á innihaldinu. Meðfylgjandi er hlekkur á skjal sem er hægt að skrifa í og koma með tillögur og athugasemdir næstu tvær vikur. Áætlað er að endurskoðuð menntastefna og aðgerðaráætlun verði tilbúin í byrjun september 2023.
 
Stýrihópur um endurskoðun menntastefnu