Mánalandi færð gjöf

Einn góðan veðurdag í apríl sl. þá var okkur boðið upp í Hjallatún þar sem við tókum við fallegri mynd sem Gréta á Hjallatúni gerði og gaf nemendum á Mánalandi.

Brian var svo góður að koma með gítarinn og spilaði undir lögin sem nemendur sungu fyrir heimilismenn Hjallatúns.

Að því loknu fengu nemendur kex og djús og allir fóru saddir og sælir í leikskólann aftur. Við þökkum kærlega fyrir okkur.