Ljósaganga Krabbameinsfélags V.-Skaft.

Í dag,  föstudagur 14 nóvember kl. 17:00, fer fram hin árlega Ljósaganga sem félagið okkar stendur fyrir. Einn ötulasti stuðningsmaður þessarar göngu var Harpa Elín, blessuð sé minning hennar. Hún tók þátt í öllum göngunum og var alltaf til í að opna Kötlusetur og bjóða okkur þar inn, hvatti og hrósaði með sínu geislandi fasi og brosi.
 
Við minnumst hennar og annarra sem hafa tekið slaginn við krabbann, þökkum fyrir minningarnar og finnum styrkinn í að koma saman og deila ljósinu hvert með öðru.
Hittumst við Kötlusetur kl. 17 og göngum uppá Reynisfjall, eða svo langt sem fólk kýs áleiðis, tendrum ljósin ( höfuðljós, vasaljós, luktir) og göngum í halarófu niður fjallið.
Eigum svo samfélag í Kötlusetri, með heitu súkkulaði og kleinum. Hlakka til að sjá ykkur sem flest.