Listasýning 3.-4. bekkjar

Krakkarnir í 3.-4. bekk unnu skemmtilegt samþætt verkefni í listum og náttúrufræði undir stjórn Kolbrúnar Hjörleifsdóttur. Krakkarnir útbjuggu fugla, sömdu vorljóð og ræktuðu blóm sem þau gróðursettu í blómapottum sem þau útbjuggu sjálf. Krakkarnir settu svo upp listasýningu á sal og buðu gestum að koma á opnunina. Sannarlega skemmtilegt verkefni hjá krökkunum. 

Hér má sjá fleiri myndir af sýningunni: vikurskóli.is/listasyning-3-4-bekkjar/