Leikjanámskeið frá 1. júní til 15. júní 2022

Leikjanámskeið sumarsins verður að þessu sinni í tvær vikur frá kl. 8-12 þar sem ekki tókst að fá leiðbeinendur í lengri tíma.

Námskeið er fyrir börn fædd 2012 til 2015, gjald fyrir hvert barn er 3.000 kr.

Ekkert fæði er í boði, börnin þurfa að taka með sér hollt og næringarríkt nesti.

Leiðbeinendur á námskeiðinu verða Erla Brá Sigfúsdóttir íþróttakennari og Guðrún Lilja Kristófersdóttir kennaranemi.

Umf. Katla mun svo bjóða uppá ýmsa afþreyingu fyrir börnin eftir hádegi.

Bæklingur með nánari upplýsingum um það sem verðu í boði í fyrir börn og unglinga sumarið 2022 verður borin í hús á næstu dögum.

Skráning á námskeiðið má senda á skrifstofa@vik.is 

Hér er hægt að ná í umsóknareyðublað: Skráning á leikjanámskeið Mýrdalshrepps 2022

Síðasti skráningardagur er 30. maí 2022