Laust starf leikskólakennara

Leikskólakennari

Mýrdalshreppur

Mýrdalshreppur

Leikskólinn Mánaland óskar eftir að ráða leikskólakennara sem hafa áhuga á að ganga til liðs við hóp faglegs starfsfólks og taka þátt í að þróa starfið ásamt því að vera hluti af samfélaginu okkar. Skólinn er í glæsileg nýlegu húsnæði í Vík sem hannaður var sem 60 barna, þriggja deilda leikskóli þar sem lögð var áhersla á góða hljóðvist og góða aðstöðu í alla staði fyrir börn og starfsfólk.
Leikskólinn Mánaland er heilsueflandi leikskóli staðsettur í Vík í Mýrdal. Lögð er áhersla á holla og góða næringu auk góðrar almennrar lýðheilsu. Mánaland er fjölmenningarlegur leikskóli og teljum við að öll börn geti notið sín á sínum forsendum. Styrkleiki leikskólans felst í fjölbreytni; það er í lagi að vera ólíkur öðrum. Við leikum, lærum og eigum í samskiptum án fordóma. Lögð er áhersla á að efla samvinnu og samkennd í barnahópnum auk þess að byggja upp jákvæða sjálfsmynd allra barna þannig að þau geti sýnt styrkleika sína og þekkingu.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Vinnur að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara.
  • Þátttaka í mótun og uppbyggingu leikskólastarfsins.
  • Þátttaka í skipulagningu faglegs starfs deilda og þróunarverkefnum undir stjórn leikskólastjóra.
  • Náið samstarf við foreldra/forráðamenn.
  • Stuðlar að gleði barna og ánægju foreldra ásamt gæðum í skólastarfi.
  • Önnur tilfallandi verkefni sem falin eru af yfirmanni.


Menntunar- og hæfniskröfur

  • Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf leikskólakennara.
  • Góð íslenskukunnáttu skilyrði (á stigi B2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum).
  • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum.
  • Reynsla og þekking á leikskólastarfi.
  • Góð samskipta- og samstarfshæfni
  • Sjálfstæð og fagleg vinnubrögð.
  • Skapandi hugsun og metnaður í starfi.
  • Hæfni til að taka þátt í lærdómssamfélagi í þróun.


Við bjóðum upp á:

  • Vinnustyttingu sem tekin er út með haustfríi, jólafríi og í Dymbilviku.
  • Skipulagða undirbúningstíma utan deildar.
  • Sveitarfélagið aðstoðar við flutning og öflun húsnæðis fyrir fagfólk sem flytur til Víkur.
  • Tækifæri til símenntunar.
  • Umfram allt skemmtilegan vinnustað.

Um framtíðarstarf er að ræða og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf ekki síðar en 2. janúar 2026. Starfshlutfall er 100%.
Umsóknarfrestur er til og með 3. desember 2025. Umsókn óskast fyllt út ráðningarvefnum Alfreð eða send í tölvupósti og þarf henni að fylgja ítarleg starfsferilskrá. Umsóknir án ferilskráa verða ekki teknar til greina. Allir einstaklingar sem ráðnir eru til starfa á Mánalandi þurfa að gefa heimild til upplýsingaöflunar úr sakaskrá. Ef ekki fæst leikskólakennari til starfa verður skoðuð ráðning leiðbeinanda eða starfsmanns með aðra uppeldismenntun og/eða reynslu. Tekið verður mið af jafnréttisstefnu Mýrdalshrepps við ráðningu í starfið. Áhugasamir einstaklingar, óháð kynþætti, þjóðernisupprunna, trú, lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu, eru hvattir til að sækja um. 
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands við Félags leikskólakennara.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Nánari upplýsingar um starfið veita Katrín Hólm Árnadóttir starfandi leikskólastjóri  í tölvupósti á netfangið: leikskolastjori@manaland.is