Laust starf í íþróttamiðstöðinni í Vík

Mýrdalshreppur auglýstir starf vaktstjóra við íþróttamiðstöðina í Vík laust til umsóknar.

Um er að ræða 100% starf þar sem unnið er á vöktum. Opnunartími er breytilegur og má sjá nánari upplýsingar á vefsíðu sveitarfélagsins, en hann kann að taka breytingum.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi. Næsti yfirmaður vaktstjóra er æskulýðs- og tómstundafulltrúi Mýrdahrepps.

Helstu verkefni

  • Afgreiðsla og sundlaugarvarsla
  • Þjónusta við viðskiptavini
  • Dagleg vaktstjórn og verkstjórn starfsfólks
  • Reglubundið eftirlit með öryggiskerfum og sundlaugarbúnaði
  • Eftirlit og eftirfylgni með ásýnd og útliti vinnustaðar
  • Samskipti og samstarf við aðila, m.a. vegna viðhalds og eftirlits með sundlaugarbúnaði

Hæfnikröfur

  • Framúrskarandi þjónustulund.
  • Framúrskarandi samskiptafærni og sveigjanleiki.
  • Snyrtimennska
  • Góð íslensku- og enskukunnátta.
  • Sjálfstæð vinnubrögð.
  • Hreint sakavottorð.


Reynsla af þjónustustörfum og leiðtogastarfi er kostur.

Vakstjóri þarf að geta staðist þolpróf sundlaugarvarða og sækir námskeið eftir þörfum allt eftir því sem starfið gerir kröfu um.

 

Launakjör eru skv. kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélags Suðurlands.

Umsóknarfrestur er til og með 22. febrúar 2024. Umsóknum skal skilað á netfangið myrdalshreppur@vik.is eða á skrifstofu sveitarfélagsins að Austurvegi 17 í Vík. Með umsókn skal fylgja ferilskrá.

Nánari upplýsingar veittar í síma 487-1210 eða í tölvupósti á myrdalshreppur@vik.is

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Við hvetjum áhugasama, óháð kyni, til að sækja um starfið.