Laust starf Stuðningsfulltrúa

Í Víkurskóla er laus staða stuðningsfulltrúa frá og með næstu áramótum.

Um er að ræða 60-80% starfshlutfall. 

  • Kostur að hafa lokið námi sem stuðningsfulltrúi/skólaliði.
  • Reynsla af vinnu með börnum er æskileg.
  • Góð íslenskukunnátta.
  • Færni í samskiptum og stundvísi.
  • Geta unnið sjálfstætt og haft frumkvæði.

Umsóknarfrestur er til og með 12. Janúar n.k. Umsóknir skal senda á vikurskoli@vikurskoli.is

Launakjör samkvæmt samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags Nánari upplýsingar veitir Elín Einarsdóttir skólastjóri í síma 487-1242 eða 776-1320.