Kubbur tekur við sorphirðu í Mýrdalshreppi / Kubbur ehf. takes over waste management in Mýrdalshreppur

F.v. Jóhannes Gissurarson oddivit Skaftárhrepps, Einar Krisján Jónsson sveitarstjóri Skaftárhrepps, …
F.v. Jóhannes Gissurarson oddivit Skaftárhrepps, Einar Krisján Jónsson sveitarstjóri Skaftárhrepps, Sigurður Óskarsson fulltrúi Kubbs ehf., Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri Mýrdalshrepps og Björn Þór Ólafsson oddviti Mýrdalshrepps.

Kubbur ehf. tekur við sorphirðu í Mýrdalshreppi
English below

Föstudaginn 1. september sl. var undirritaður verksamningur milli Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps annars vegar og Kubbs ehf. hins vegar um sorphirðu, rekstur móttökustöðva og ráðstöfun þess sorps sem til fellur.

Samningurinn, sem er til sex ára, tók gildi 1. september sl. og rennur út 31. ágúst 2029. Þá verður jafnframt hrint í framkvæmd breytingu á núverandi sorphirðukerfi. Tekið verður upp fjögurra tunnu kerfi þar sem gert er ráð fyrir aukinni flokkun sorps.

Kynning á hinu breytta fyrirkomulagi mun fara fram með kynningarfundum og útgáfu handbókar sem dreift verður til íbúa.

Íbúar eru hvattir til þess að kynna sér vel nýtt fyrirkomulag í sorphirðu og flokka eftir fremsta megni þann úrgang sem til fellur.

Kubbur ehf. tekur við verkefninu af fyrirtækinu Ögmundi Ólafssyni sem sveitarfélagið hefur haft samning við um árabil. Forsvarsmönnum og starfsfólki ÖÓ ehf. eru færðar þakkir fyrir gott samstarf á síðustu árum og velfarnaðar í þeim verkefnum sem taka við.

Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri

 

Friday, September the 1st, a contract was signed between Mýrdalshreppur and Skaftárhreppur on the one hand and Kubbur ehf. on the other hand, regarding garbage collection, operation of waste reception centers and disposal of the garbage.

The contract, which is for six years, entered into force on September 1st last and expires on August 31st, 2029. A change to the current waste management system will be implemented where a four-bin system will be introduced, where an increased sorting of garbage is expected.

Presentation of the changed arrangement will take place through informational meetings and the publication of a handbook that will be distributed to residents.

Residents are encouraged to familiarize themselves with the new garbage collection system and improve sorting of waste as much as possible.

Kubbur ehf. takes over the project from the company Ögmundur Ólafsson, with whom the municipality has had a contract for years. Thanks are given to the representatives and staff of ÖÓ ehf.  for good cooperation in the last years and prosperity in future projects.

Einar Freyr Elínarson, mayor