Kötlusetur forstöðumaður

Kötlusetur er miðstöð menningar, fræða og ferðamála í Vík. Markmið sjálfseignarstofnunarinnar er að efla menningarlíf í Mýrdalshreppi, auka gæði sveitarfélagsins sem ferðamannastaðar og stuðla að uppbyggingu menningarminja. Kötlusetur starfar í nánu samstarfi við Mýrdalshrepp, Kötlu UNESCO jarðvang, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga og hagsmunaaðila ferðaþjónustunnar.

Kötlusetur rekur gestastofu með sýningum um áttúru og sögu svæðisins ásamt upplýsingamiðstöð ferðamanna.

Starfið er fjölbreytt og felur í sér:

 • samstarf á vetvangi menningar og ferðamála,
 • verkefnastjórn,
 • umsjón fasteigna,
 • almennan rekstur og starfsmannahald,
 • áætlanagerð og stefnumótun,
 • ráðgjöf í samstarfi við Samtök sunnlenskra sveitarfélaga,
 • ráðgjöf um mótun og fjármögnun verkefna á sviði menningar, nýsköpunar og atvinnuþróunar.

 

Hæfniskröfur:

 • háskólamenntun sem nýtist í starfi,
 • leiðtogahæfni og hæfileiki til að stýra fjölbreyttum verkefnum,
 • reynsla af rekstri,
 • góð tök á íslensku og ensku,
 • góð færni í mannlegum samskiptum og sjálfstæð vinnubrögð nauðsynleg

Starfið felur í sér mannaforráð. Umsóknarfrestur er til 23. apríl 2021. Æskilegt viðkomandi geti hafið störf 1. júní eða sem fyrst samkvæmt samkomulagi. Nánari upplýsingar veitir Vala Hauksdóttir: kotlusetur@vik.is 

Umsóknir berist á sama netfang.