Klifurveggur í íþróttamiðstöðinni í Vík.

Klifurveggur hefur nú verið settur upp á íþróttamiðstöðinni í Vík. Veggurinn fékk eina milljón í styrk af þeim fjármunum sem Mýrdalshreppur fékk til að bregðast við Covid ástandi á síðasta ári. Peningurinn dugði fyrir hráefni og búnaði en öll vinna var unnin í sjálfboða vinnu. Jaðarklúbburinn Víkursport hafði veg og vanda að uppsetningunni með aðstoð áhugasamra íbúa sem höfð frumkvæðið að þessu. Veggurinn hefur nú þegar vakið mikla lukku hjá börnum og fullorðnum en vígsla hans fer fram 8. október nk. klukkan 15:00, þegar Mýrdalshreppur skrifar undir samning við Landlækni um að sveitarfélagið verði Þátttakandi í verkefninu Heilsueflandi samfélag.