Kammerkór Tónskólans Mýrdalshrepps mun halda tónleika 23.apríl í Vík

Kammerkór Tónskólans Mýrdalshrepps mun halda tónleika 23.apríl í Vík. „Sumarið kemur“ er yfirskrift tónleikanna.

Á efnisskránni verður létt og falleg sönglög, frá júróvision til þjóðlög. Einsöngur syngur gesta tenórsöngvarinn Gissur Páll Gissurarson, ásamt tveimum tenórum úr Kammerkór Einar Freyr Elínarsson og Jónas Erlendsson.
 
Stjórnandi er Alexandra Chernyshova, tónskólastjóri í Vík. Hljóðfæraleik annast Álvaro Sanchez gítar, Orri Guðmundsson gítar og Alexandra Chernyshova píanó.
 
Tónleikar verða í Hótel Kötlu, 23. apríl kl. 20:00.
 
Aðgangseyrir er ókeypis