ÍBÚAFUNDIR FARA FRAM Á TÍMABILINU 6.- 15. SEPTEMBER

Boðað er til íbúafunda til kynningar á tillögu samstarfsnefndar um sameiningu Ásahrepps, Mýrdalshrepps, Rangárþings eystra, Rangárþings ytra og Skaftárhrepps, sem kosið verður um þann 25. september næstkomandi. Fundunum verður einnig streymt og geta þátttakendur sent spurningar rafrænt til samstarfsnefndar.

Athugið að fundirnir eru öllum opnir og íbúar sveitarfélaganna velkomnir á alla fundina.

Íbúafundir verða haldnir á eftirfarandi stöðum:

RANGÁRÞING EYSTRA

Félagsheimilinu Hvoli mánudaginn 6. september, kl. 20:00

MÝRDALSHREPPUR

Félagsheimilinu Leikskálum fimmtudaginn 9. september, kl. 20:00

SKAFTÁRHREPPUR

Félagsheimilinu Kirkjuhvoli mánudaginn 13. september, kl. 20:00

ÁSAHREPPUR

Laugalandi þriðjudaginn 14. september, kl. 20:00

RANGÁRÞING YTRA

Íþróttahúsinu á Hellu miðvikudaginn 15. september, kl. 20:00

Fundunum verður streymt Facebook síðunni Sveitarfélagið Suðurland. Þátttakendur í fundarsal og þeir sem fylgjast með rafrænt geta sent spurningar til samstarfsnefndar í gegnum samráðsforritið menti.com.

Á menti.com er hægt að gefa spurningum annarra atkvæði til að færa þær framar í röðinni eða skrá inn nýja spurningu. Einnig verður boðið upp á hnitmiðaðar spurningar og ábendingar úr sal.

Upptökur frá fundunum verða aðgengilegar hér að fundum loknum.