Hunda og kattaeigendur sem ekki eru búnir að skrá dýrin sín hjá sveitarfélaginu er bent á að hafa samband við skrifstofu mýrdalshrepps hið allra fyrsta. Árgjaldið er 9,327 kr. Í iðgjaldi er innifalið ábyrgðartryggingar og ormahreinsun hjá dýralækni sem kemur til Víkur í nóvember (dagsetning nánar auglýst síðar).
Mýrdalshreppur hefur skrifað undir samning við dýraverndunarfélagið Villiketti með það að markmiði að fækka villiköttum á mannúðlegan hátt og til að fækka óskráðum og óhreinsuðum köttum í sveitarfélaginu. Villikettir eru fangaðir, ormahreinsaðir og geltir og síðan sleppt en kettlingum komið fyrir á heimilium, þannig hefur þeim fækkað á náttúrlegan hátt frá því að samningurinn var fyrst gerður 2020.
Heimiliskettir sem eru óskráðir verða fangaðir og farið með þá í athvarf þar sem þeim verður síðan komið fyrir á heimili. Skorað er á eigendur katta sem ekki eru skráðir hjá sveitarfélaginu að koma með þá í skráningu, að öðrum kosti geta þeir átt á hættu að kötturinn verði fjarlægður úr sveitarfélaginu. Einnig er minnt á að gefnu tilefni að lausaganga hunda er bönnuð.