Göngum í skólann

Verkefnið Göngum í skólann verður formlega sett í sautjánda sinn miðvikudaginn 6.september næstkomandi og lýkur formlega með alþjóðlegum Göngunm í skólann deginum miðvikudaginn 4. október (www.walktoschool.org). Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka ser virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni sína til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. 

Á hverju ári taka milljónir barna í yfir 40 löndum víðs vegar um heiminn þátt í Göngum í skólann með einum eða öðrum hætti. Hér á landi hefur þátttakan vaxið jafnt og þétt. Fyrsta árið voru 26 skólar sem tóku þátt en árið 2022 voru þeir 84.