Gjöf til söfnunar fyrir Hreystibraut við Víkurskóla

Kvenfélag Dyrhólahrepps færði skólanum peningagjöf að upphæð 200 þúsund krónur til styrktar hreystibrautarverkefni Víkurskóla. Söfnun vegna hreystibrautarinnar stendur enn yfir og áætlað að henni ljúki fyrir vorið. Þeir sem vilja leggja söfnuninni lið er bent á að hafa samband við skólann og eins er enn hægt að styrkja verkefnið með kaupum á vönduðum sokkum frá Icewear. Á myndinni má sjá stjórn Kvenfélags Dyrhólahrepps og skólastjóra þegar gjöfin var formlega afhent. Víkurskóli þakkar félaginu rausnarlega gjöf og hlýhug til skólans.