Forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar OZ

Mýrdalshreppur auglýsir eftir jákvæðum og hugmyndaríkum starfsmanni í hlutastarf til að sjá um félagsmiðstöðina OZ í Mýrdalshreppi.

OZ bíður að jafnaði upp á félagsmiðstöð fyrir börn í 5.-7. og 8.-10. bekk yfir vetrartímann. Félagsmiðstöðin er með aðild að Samfés og sækir viðburði á þeirra vegum. Boðið er upp á fjölbreytta dagskrá fyrir ungmenni. Félagsmiðstöðin er til húsa í Leikskálum.

  • Skipulagning og þátttaka í starfsemi félagsmiðstöðvarinnar OZ.
  • Önnur tilfallandi verkefni sem falla undir félagsstarf ungmenna.

Hæfniskröfur:

  • Menntun og reynsla sem nýtist í starfi.
  • Áhugi á að vinna með börnum og unglingum.
  • Frumkvæði og sjálfstæð í störfum.
  • Færni í samskiptum.
  • Hreint sakavottorð.


Um er að ræða 24% starf

Allar frekari upplýsingar veitir Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri í síma 487-1210 á opnunartíma skrifstofu Mýrdalshrepps.

Skriflegum umsóknum skal skila á skrifstofu Mýrdalshrepps, Austurvegi 17, 870 Vík eða með tölvupósti á netfangið sveitarstjori@vik.is

Frestur til að skila inn umsókn er til 12. September 2022

Starfið hefst 19. September 2022