Forseti Íslands og forsetafrú heimsækja Mýrdalshrepp

Opinber heimsókn forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, og frú Elizu Reid í Mýrdalshrepp
Official visit of the President of Iceland, Guðni Th. Jóhannesson, and Mrs. Eliza Reid to Mýrdalshreppur
 
Kæru íbúar, **English below**
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og frú Eliza Reid munu koma í opinbera heimsókn í Mýrdalshrepp dagana 28.-29. mars nk.
Það er stór viðburður að taka á móti forsetahjónunum og ég vona að allir leggist á eitt til þess að heimsókn þeirra verði ánægjuleg.
Öllum íbúum er boðið í hátíðarkaffi í íþróttahúsinu miðvikudaginn 29. mars kl. 16:00. Veitingar verða í boði og forseti mun ávarpa samkomuna. Það væri gaman að sem flestir hefðu tök á að mæta og í því ljósi er biðlað til atvinnurekenda að leita leiða til að starfsfólk sem hefur áhuga eigi þess kost.
Að lokum langar mig að biðla til allra íbúa og fyrirtækja að huga eins og kostur er að fegrun umhverfisins fyrir heimsóknina svo að við getum stolt tekið á móti þjóðhöfðingjanum okkar.
Með vinsemd,
Einar Freyr, sveitarstjóri
 
Dear residents,
The President of Iceland, Guðni Th. Jóhannesson, and Mrs. Eliza Reid are coming for an official visit to Mýrdalshreppur from the 28th-29th of March.
Receiving the President and First lady is an important event for our society and I hope that we can all come together to make their visit enjoyable.
All residents are invited to a community gathering in the gymnasium on Wednesday the 29th at 16:00. Coffee refreshments and music will be offered and the President will give an address. We hope that employers will try their best to enable those who are interested to attend so that we can make this a grand event.
Finally, I would like to appeal to all residents and businesses to make an effort to tidy up our surroundings as best as we can prior to the visit so that we can proudly receive our head of state.
Sincerely,
Einar Freyr, mayor