Flugeldasala Víkverja

Flugeldasala Víkverja fer fram með svipuðu sniði og í fyrra vegna COVID faraldurs.
Hægt er að panta og greiða flugelda í síma: 8949422 og gegnum tölvupóst: sudur-foss@simnet.is en úrvalið má sjá á www.flugeldar.is Einnig fer flugeldasalan fram í gámi fyrir framan hús sveitarinnar að Smiðjuvegi 15 á eftirfarandi tímum:
 
  • 28. desember frá 16:00 - 21:00
  • 29. desember frá 16:00 - 21:00
  • 30. desember frá 16:00 - 21:00
  • 31. desember frá 09:00 - 14:00
 
Minnum fólk á að það er grímuskylda og tveggja metra regla.
 
Hvetjum fólk til að nýta sér góðan opnunartíma og tryggja sér flugelda í tíma til að minnka líkur á hópamyndun.
Víkverji verður með flugeldasýningu á gamlárskvöld klukkan: 21:15 og þeir sem vilja styrkja sýninguna geta millifært á sveitina:
rkn.nr: 0317-26-19 kt: 691177-0339
 
Einnig viljum við koma því á framfæri að tré í "skjótum rótum" verkefninu verða gróðursett í Mýrdalnum. Rótarskotið kostar 3.990,-

 

Björgunarsveitin Víkverji