Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu óskar eftir verktaka til að sinna hlutverki verkefnastjóra

Félags- og skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu auglýsir eftir verktaka til að sinna hlutverki verkefnastjóra til að stýra innleiðingu á lögum um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna nr. 86/2021. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi verkefni. Leitað er að áhugasömum og sjálfstæðum starfsmanni með reynslu af verkefnastjórnun sem býr yfir metnaði og sýnir frumkvæði í starfi. Litið er á verkefnið sem tímabundið til eins árs í verktöku með möguleika á framhaldi. Á svæði Félags- og Skólaþjónustunnar eru fimm grunnskólar og fimm leikskólar. Félags- og skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu annast félags- og skólaþjónustu sveitarfélaganna í Ásahreppi, Rangárþingi ytra, Rangárþingi eystra, Mýrdalshreppi og Skaftárhreppi. Skrifstofa félagsþjónustunnar er staðsett á Hellu. Í sveitarfélögunum búa u.þ.b. 6000 manns.

Helstu verkefni:

  • Leiðir vinnu í samþættingu á þjónustu í þágu farsældar barna í samstarfi við teymisstjóra félags- og skólaþjónustu.
  • Vinnur að samþættingu á þjónustu fræðslu- og félagsþjónustu í samræmi við lög um farsæld barna.
  • Situr fundi er snúa að samræmingu samþættrar þjónustu á svæðinu og stýrir þeim fundum.
  • Eflir samvinnu, samþættingu og upplýsingaflæði á milli þjónustuveitenda í sveitarfélögunum með áherslu á snemmtæka íhlutun og vinnur að mótun á nýju verklagi.
  • Sér um kynningu og fræðslu á áherslum hugmyndafræði samþættingar fyrir alla sem að farsældinni koma.
  • Er í samstarfi og samvinnu við þjónustuveitendur sem vinna með börnum og koma að samþættingu þjónustunnar.
  • Vinnur árangursmat á verklagi og þjónustu.
  • Önnur verkefni sem snúa að samþættri farsældarþjónustu.

Menntunar og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi svo sem verkefnastjórnun, uppeldismenntun, menntun á sviði velferðarmála eða sambærilegt
  • Haldbær reynsla af verkefnastjórnun
  • Reynsla af vinnu í opinberri stjórnsýslu
  • Þekking og reynsla af starfi í almennri velferðarþjónustu og/eða af skólastarfi í grunn- og leikskóla
  • Lipurð í mannlegum samskiptum
  • Skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð
  • Áhugi og reynsla af þverfaglegri teymisvinnu
  • Góð tölvukunnátta
  • Góð tök á íslenskri tungu og hæfni í framsetningu texta

Umsóknir skilist á netfangið svava@felagsmal.is. Umsóknarfrestur er til 1. júni 2025. Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf.

Nánari upplýsingar veitir Svava Davíðsdóttir framkvæmdastjóri Félags- og Skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu í síma 487-8125 eða á netfangið svava@felagsmal.is