Félagsstarf í Mýrdalshreppi 2021-2022

Félagsmiðstöðin OZ hefur hafið starfsemi sína á þessu hausti. Nýr forstöðumaður er Adam Szymielewicz, hann er menntaður íþróttakennari og hefur reynslu af því að starfa með börnum og ungmennum. Hann hefur áhuga á að vinna með unglingum og í starfinu ætlar hann að leggja áherslu á hreyfingu barna og hreyfiuppeldi. Ýmislegt verður í boði í vetur í formi fræðslu og leiks. Þjónusta við ungmenni í 5. til 7. bekk (yngri hópur) og 8. til 10. bekk (eldri hópur) hefur verið í félagmiðstöðinni tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum.

Nánari upplýsingar um opnunartíma og dagskrá má finna inn á facebook hópnum Félagsmiðstöðin OZ.

Við bjóðum hann hjartanlega velkominn til starfa.