Falleg gjöf frá ungverskum listamanni til Víkurskóla

Mýrdalshreppi var fært að gjöf fallegt höggmyndalistaverk sem sýnir íslenska skjaldarmerkið. Listamaðurinn sem heitir Zoltán Barát og er frá Ungverjalandi, hefur verið búsettur í Vík í nokkur ár. Hann býr til ýmis konar höggmyndalistaverk úr leir og fljótlega verður annað listaverk hans til sýnis á viðburði til heiðurs Skaftfellingi sem verður haldinn í Regnbogahátíði. 

Mýrdalshreppur þakkar Zoltán kærlega fyrir þessa fallegu gjöf sem mun prýða veggi Víkurskóla.