Breytingar á skrifstofu Mýrdalshrepps

Beata Rutkowska lét af störfum hjá Mýrdalshreppi þann 20. desember sl. eftir að hafa starfað á skrifstofunni um árabil. Beötu eru færðar þakkir fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins og henni óskað velfarnaðar í því sem hún tekur sér fyrir hendur í framhaldinu.

Álvaro Sánchez, sem starfað hefur tímabundið sem aðstoðarmaður skipulags- og byggingarfulltrúa, hefur jafnframt verið ráðinn í starf þjónustufulltrúa frá og með 1. janúar 2023 og er hann er boðinn velkominn til starfa.