Auglýst eftir byggingaraðilum vegna uppbyggingu íbúða

Mýrdalshreppur og Brák íbúðafélag stefna á uppbyggingu á hagkvæmum leiguíbúðum í Vík og auglýsa því eftir byggingaraðilum til samstarfs. Byggingaraðili skal vera aðalverktaki og annast framkvæmd verkefnis í samráði við sveitarfélagið og Brák íbúðafélag.

Gögn fyrir áhugasama samstarfsaðila er hægt að nálgast með að senda tölvupóst á brakibudafelag@brakibudafelag.is og skal gögnum skilað fyrir mánudaginn 11. desember 2023.

Við val á byggingaraðilum til samstarfs verður tekið tillit til reynslu aðila ásamt hagkvæmni og gæðum lausna.

Nánari upplýsingar veita Elmar Erlendsson framkvæmdastjóri Brákar íbúðafélags (elmar.erlendsson@brakibudafelag.is) og Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri Mýrdalshrepps (sveitarstjori@myrdalshreppur.is).