Auglýsing um skipulagsmál í Mýrdalshreppi Skipulagsfulltrúi

Í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er hér með auglýst eftir athugasemdum við tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir verslunar- og þjónustusvæði VÞ5 í Vík.

Klettsvegur 1-3 Hótel Vík - Deiliskipulagstillaga

Skipulagssvæðið er um 2,09 ha og nær yfir verslun- og þjónustusvæðis VÞ5 í Vík.

Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir möguleikum um endurskoðun og stækkun núverandi ferðaþjónustu innan svæðisins með markmiði að nýta landið betur. Auk þess verða skilgreindar tvær nýjar veitulóðir

Þessi tillaga liggur frammi hjá skipulagsfulltrúa Mýrdalshrepps, Austurvegi 17, 870 Vík, á skipulagsgátt og á heimasíðu Mýrdalshrepps www.vik.is frá 18. desember 2025 til og með 29. janúar 2026.

Athugasemdum ef einhverjar eru skal skila skriflega á skrifstofu Mýrdalshrepps, Austurvegi 17, 870 Vík, í skipulagsgátt eða í tölvupósti á skipulag@vik.is. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út fimmtudaginn 29. janúar 2026.

George Frumuselu
skipulagsfulltrúi Mýrdalshrepps