Auglýsing um skipulagsmál í Mýrdalshreppi Skipulagsfulltrúi

Óveruleg breyting á aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2021-2033

Breyting á S4 Ránarbraut 3

Sveitarstjórn Mýrdalshrepps samþykkti á fundi sínum 13. nóvember 2025 tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2021-2033 samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Um er að ræða breytingu á þéttbýlisuppdrætti og breytingu í greinargerð. Gerð er breyting á samfélagsþjónustureit S4 sem er minnkun úr 0,6 ha í 0,32 ha. Tekið er út óbyggð lóð fyrir hjúkrunarheimili og verður því fundinn nýr staður. Stofnaður verður nýr miðsvæðisreitur sem fær nafnið Ránarbraut 3 (M8). Innan miðsvæðisreit M8 er gisting ekki leyfileg en innan reitsins er gert ráð fyrir skrifstofum, léttri veitingarstarfsemi (kaffihús eða bakarí), dagvöruverslun og íbúðum.

Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulagsfulltrúa Mýrdalshrepps.

f.h. Sveitarstjórnar Mýrdalshrepps
George Frumuselu
Skipulagsfulltrúi Mýrdalshrepps