Auglýsing um skipulagsmál í Mýrdalshreppi Skipulagsfulltrúi

Breyting á aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2021-2033 - Giljur.

Í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er hér kynnt lýsing aðalskipulagsbreytingar.

Viðfangsefni breytingarinnar er stækkun reits fyrir verslun og þjónustu VÞ30 Giljur fyrir gistihús til útleigu og fjölgun gistirúma. Bætt er við nýjum reit fyrir íbúðarbyggð ÍB12 Giljur, þar sem er gert ráð fyrir heimildum fyrir uppbyggingu fjögurra íbúðarhúsa og tveggja frístundahúsa. Gert er ráð fyrir nýrri tengingu við þjóðveg eitt þar sem er í dag tenging við fjárhús.

Skipulagslýsingin liggur frammi hjá skipulagsfulltrúa Mýrdalshrepps, Austurvegi 17, 870 Vík, á skipulagsgátt og á heimasíðu Mýrdalshrepps www.vik.is frá 5. til og með 26. janúar 2026.

Athugasemdum ef einhverjar eru skal skila skriflega á skrifstofu Mýrdalshrepps, Austurvegi 17, 870 Vík, í skipulagsgátt eða í tölvupósti á skipulag@vik.is. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út mánudaginn 26. janúar 2026.

George Frumuselu
skipulagsfulltrúi Mýrdalshrepps