Auglýsing um skipulagsmál í Mýrdalshreppi

Breyting á Aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2021-2033

Breyting á greinargerð

Sveitarstjórn Mýrdalshrepps samþykkti á fundi sínum 19. október 2023 tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2021-2033 samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin felur í sér að texta í greinargerð í kafla 5.2 Verslun og þjónusta (VÞ13) er leiðréttur þar sem hámarks byggingarmagn er minnkað úr 4700m² í 1500m² einnig er gistirúmum á reit VÞ24 fjölgað úr 32 í 50. Texti í kafla 5.6 Athafna og iðnaðarsvæði (AT1) er leiðréttur þar sem hámarks byggingarmagn er minnkað úr 6500m² í 2000m².

Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulags- og byggingarfulltrúa Mýrdalshrepps.

 

f.h. Sveitarstjórnar Mýrdalshrepps
George Frumuselu

Skipulags- og byggingafulltrúi.