Auglýsing um skipulagsmál í Mýrdalshreppi

Í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulagsbreyting.

Garðar og Reynisfjara í Mýrdal - Deiliskipulagsbreyting

Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi á jörðinni Görðum (L163019) og Reynisfjöru lóð (L221691) í Mýrdalshreppi þar er gert ráð fyrir öðru bílastæði um 300 m frá núverandi stæði og gönguleið frá nýju bílastæði að núverandi bílastæði. Skipulagssvæðið er um 11,4 ha og stækkar úr 11 ha.

Tillaga þessar liggur frammi hjá fulltrúa skipulags-og byggingarmála í Mýrdalshreppi Austurvegi 17, 870 Vík, á skipulagsgátt og á heimasíðu Mýrdalshrepps www.vik.is frá 14. mars til og með 24. apríl 2024.

Athugasemdum ef einhverjar eru skal skila skriflega á skrifstofu Mýrdalshrepps, Austurvegi 17, 870 Vík, í skipulagsgátt eða í tölvupósti á bygg@vik.is. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út miðvikudaginn 24. apríl 2024.

George Frumuselu
Skipulags- og byggingarfulltrúi
Mýrdalshreppur