Auglýsing um skipulagsmál í Mýrdalshreppi

Í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulagstillögu.

Reynisdalur 2 - Deiliskipulagstillaga

Deiliskipulagið nær yfir 1.315 m². Innan skipulagssvæðisins er gert ráð fyrir nýbyggingum á einbýlishúsi ásamt gestahús og garðhús.

Tillaga þessi liggur frammi hjá fulltrúa skipulags-og byggingarmála í Mýrdalshreppi Austurvegi 17, 870 Vík og á heimasíðu Mýrdalshrepps www.vik.is frá 28. júní til og með 8. ágúst 2023.

Athugasemdum ef einhverjar eru skal skila skriflega á skrifstofu Mýrdalshrepps, Austurvegi 17, 870 Vík eða í tölvupósti á bygg@vik.is. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út þriðjudaginn 8. ágúst 2023.

George Frumuselu
Skipulags- og byggingarfulltrúi
Mýrdalshreppur