Auglýsing um skipulagsmál í Mýrdalshreppi

Óveruleg breyting á aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2021-2033

Breyting á VÞ5 Klettsvegur 1

Sveitarstjórn Mýrdalshrepps samþykkti á fundi sínum 10. október 2025 tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2021-2033 samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Um er að ræða breytingu á texta í greinargerð. Gerð er breyting á hámarkshæð á reit VÞ5 Klettsvegur 1, þar sem hámarkshæð er hækkuð úr 9 m í 10 m.

Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulagsfulltrúa Mýrdalshrepps.

f.h. Sveitarstjórnar Mýrdalshrepps
George Frumuselu
Skipulagsfulltrúi Mýrdalshrepps