Auglýsing um skipulagsmál í Mýrdalshreppi

Breyting á aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2021-2033 Smiðjuvegur.

Í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er hér kynnt lýsing aðalskipulagsbreytingar.

Viðfangsefni breytingarinnar eru að stækka reit VÞ11 (verslun- og þjónusta) á kostnað reitar AT1 (athafnasvæði) og hluta I2 (iðnaðarsvæði). Byggingarheimildum á stækkuðum reit VÞ11 og á I1 og I2 er breytt. Þá er reiturinn I6 (iðnaðarsvæði) stækkaður þannig að fleiri veitumannvirki á svæðinu rúmist innan hans. Í gildandi skilmálum I6 segir að kvöð sé um aðkomu að reitnum í gegnum VÞ10, og er þeirri kvöð bætt við skilmála fyrir VÞ10 til samræmis. Nýju iðnaðarsvæði I9 er bætt inn á uppdrátt í austurhluta þorpsins við Uxafótarlæk og gerð er breyting á afmörkun þéttbýlisuppdráttar svo reiturinn I9 falli allur innan þéttbýlis.

Skipulagslýsingin liggur frammi hjá skipulagsfulltrúa Mýrdalshrepps, Austurvegi 17, 870 Vík, á skipulagsgátt og á heimasíðu Mýrdalshrepps www.vik.is frá 29. ágúst til og með 26. september 2025.

Athugasemdum ef einhverjar eru skal skila skriflega á skrifstofu Mýrdalshrepps, Austurvegi 17, 870 Vík, í skipulagsgátt eða í tölvupósti á skipulag@vik.is. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út föstudaginn 26. september 2025.

George Frumuselu
Skipulagsfulltrúi
Mýrdalshreppur