Auglýsing um lóðaúthlutanir í Mýrdalshreppi

Mýrdalshreppur auglýsir hér með eftirfarnadi lóðir í Vík, lausar til úthlutunar.

    • Strandvegur 11-15: undir þriggja íbúða raðhús á einni hæð.
    • Sléttuvegur 3: undir fjölbýlishús á tveimur hæðum með allt að 12 íbúðir.
    • Smiðjuvegur 20: undir iðnaðarstarfsemi.
    • Smiðjuvegur 22: undir iðnaðarstarfsemi.
    • Smiðjuvegur 21: undir iðnaðarstarfsemi. 

 

Umsóknateyðublað, nánari upplýsingar um lóðirnar og skipulagsmála má nálgast á heimasíðu Mýrdalshrepps www.vik.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa, Austurvegi 17, Vík.

Við úthlutun lóðanna verður farið eftir úthlutunarreglum lóða í Mýrdalshreppi. Umsóknarfrestur er til 7. júní 2021. Umsóknum skal skilað á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa eða á netfangið bygg@vik.is 

 
George Frumuselu 
Skipulags- og byggingarfulltrúi Mýrdalshrepps