Sveitarstjórn staðfesti á fundi þann 22. maí ársreikning sveitarfélagsins fyrir árið 2024.
Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 1.516 millj. kr. samkvæmt ársreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 1.447 millj. kr.
Álagningarhlutfall útsvars var 14,97% sem er lögbundið hámark. Álagningarhlutfall fasteignaskatts í A-flokki var 0,33% en lögbundið hámark þess er 0,50%. Í B-flokki nam álagningarhlutfallið 1,32% sem er lögbundið hámark þess og í Cflokki nam álagningarhlutfallið 1,65% sem er lögbundið hámark þess, auk heimildar sveitarstjórnar til að hækka álagningu A og C flokkanna um allt að 0,25%
Rekstrarniðurstaða A og B hluta var jákvæð um 232 millj. kr. Rekstrarniðurstaða A hluta var jákvæð um 265 millj. kr. samkvæmt rekstrarreikningi. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok nam 2.021 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi fyrir A og B hluta, en eigið fé A hluta nam 2.262 millj. kr.
Fjárfestingar sveitarfélagsins námu 557 millj. kr. á árinu sem er það mesta í sögu sveitarfélagsins. Tekjur sveitarfélagsins jukust umfram það sem áætlanir gerðu ráð fyrir og því var lántaka hófleg vegna byggingar nýs leikskóla og staða á handbæru fé í árslok var jákvæð um 206 millj. kr. Sveitarfélagið er því í góðri stöðu til að halda áfram að fjárfesta í bættum innviðum.