Áramót í Vík og flugeldasala Víkverja

Árleg áramótabrenna er fyrirhuguð í Vík á gamlárskvöld ef veður leyfir. Stefnt er að því að kveikja í brennunni kl. 21:00.

Víkverji verður með flugeldasýningu kl. 21:15 og þeir sem vilja styrkja sýninguna geta millifært á reikning sveitarinnar: 0317-26-000019, kt.: 691177-0339.

Flugeldasala Víkverja verður með svipuðu sniði og undanfarin ár, en sala flugelda fer fram í gámi fyrir framan hús sveitarinnar að Smiðjuvegi á eftirfarandi tímum:

  • 29.desember frá kl. 16:00 – 21:00
  • 30. desember frá kl. 16:00 – 21:00
  • 31. desember frá kl. 09:00 – 12:00

Fólk er hvatt til að nýta sér góðan opnunartíma og tryggja sér flugelda í tíma.

Við hvetjum fólk til þess að gæta vel að öryggismálum við meðhöndlun flugelda og huga jafnframt að velferð dýra þegar nýja árið gengur í garð.

Gleðilegt nýtt ár!!!