Á sumardaginn fyrsta, 22. apríl nk. kl. 14:00 verður streymt helgistund frá Skógakirkju undir Eyjafjöllum.

Mynd: Þ. N. Kjartansson
Mynd: Þ. N. Kjartansson

Til fjölda ára hafa Mýrdælingar heimsótt Byggðasafnið í Skógum á sumardaginn fyrsta. Átt helgistund í Skógakirkju, síðan notalega söngstund í gamla barnaskólahúsinu frá Litla Hvammi og að lokum notið veitinga í veitingasal safnins í boði félaga í Samkór Mýrdælinga og Byggðasafnsins í Skógum. 

Þetta hafa verið yndislegar og ómissandi stundir. En vegna farsóttarinnar sem nú geisar um landið er okkur ekki unnt að hittast. Þess vegna ætlum við að nýta tæknina að þessu sinni. 

Mig langar sérstaklega að hvetja yngra fólkið í Víkurprestakalli að sjá til þess að foreldtat þeirra, afar og ömmur, aldraðar frænkur og frændar, nái að nýta sér tæknina til að sjá þessa stund. Stundinni verður dreift á facebooksíðu Víkurprestakalls, líkt og jóla- og páskahelgistundirnar. 

Guðjón Halldór Óskarsson organisti annast undirleik, fósturdætur hans og dóttir, þær Freyja og Oddný Benónýsdætur og Margrét Ósk Guðjónsdóttir syngja. Hugvekju og bæn flytur séra Haraldur M. Kristjánsson sóknarprestur, sem jafnframt leiðir stundina.