Vorhátíð Mýrdalshrepps

Kæru íbúar,

Eins og undanfarin ár ætlum við að fagna vorinu með umhverfishátíðinni okkar Vor í Vík, sem að þessu sinni hefst 18. apríl og stendur til 25. apríl. Eins og áður fléttast Jarðvangsvikan að einhverju leyti saman við dagskránna sem gerir þetta enná skemmtilegra. Tilgangurinn eins og áður er að fagna komu vorsins og fegra umhverfið okkar. Nú þegar engar samkomutakmarkanir eru í gildi, getum við komið saman í minni og stærri hópum, látið gott af okkur leiða og haft gaman í leiðinni. Mig langar til að hvetja íbúa og ekki síður atvinnurekendur til að nota tækifærið og taka til í sínu nær umhverfi. Vikan inniheldur fullt af skemmtilegum dögum s.s. annan í páskum, síðasta vetrardag, sumardaginn fyrsta og dag jarðar. Það eru því næg tilefni til að koma saman og undirbúa vorið með hreinsunaátaki og góðum grillfagnaði að því loknu eða einhverju öðru. Dagskráin verður auglýst fyrir páska.

Góða skemmtun, sveitarstjóri.