Mýrdalshreppur auglýsir eftir jákvæðum og hugmyndaríkum starfsmönnum í hlutastarf til að sjá um félagsmiðstöðina Oz.
OZ býður að jafnaði upp á félagsmiðstöð fyrir börn í 5.-7. og 8.-10. bekk yfir vetrartímann. Félagsmiðstöðin er með aðild að Samfés og sækir 8-10. bekkur viðburði á þeirra vegum og því felst hluti starfsins í að fara með ungmenni á SamFestinginn og önnur minni böll og samkomur. Félagsmiðstöðin er til húsa í Leikskálum og vinnutími er að mestu leyti seinni part dags og á kvöldin.
Starfslýsing:
Hæfniskröfur:
Allar frekari upplýsingar veitir Sunna Wiium íþrótta – og tómstundafulltrúi í síma 8458640 á opnunartíma skrifstofu Mýrdalshrepps.
Skriflegum umsóknum skal skila á skrifstofu Mýrdalshrepps, Austurvegi 17, 870 Vík eða með tölvupósti á netfangið tomstund@vik.is
Frestur til að skila inn umsókn er til 25. ágúst 2025
Starfið hefst 15. september 2025