Auglýsing um skipulagsmál í Mýrdalshreppi Skipulags og byggingarfulltrúi

Í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er hér með auglýst eftir athugasemdum við tillögu um nýtt deiliskipulag fyrir hverfið Bakka í Vík í Mýrdal.

Bakkar - Deiliskipulagstillaga

Deiliskipulagstillaga gerir ráð fyrir nýju deiliskipulagi á Bökkum í Vík en með þessu deiliskipulagi fellur úr gildi deiliskipulag Mýrarbraut 13. Þannig fæst heildar deiliskipulag fyrir þetta svæði og þannig betur hægt að samræma uppbyggingu innan svæðisins sem skal vera í takt við aðliggjandi íbúðarbyggð.

Tillaga þessar liggur frammi hjá skipulags-og byggingarfulltrúa Mýrdalshrepps, Austurvegi 17, 870 Vík, á skipulagsgátt og á heimasíðu Mýrdalshrepps www.vik.is frá 26. ágúst til og með 6. október 2024.

Athugasemdum ef einhverjar eru skal skila skriflega á skrifstofu Mýrdalshrepps, Austurvegi 17, 870 Vík, í skipulagsgátt eða í tölvupósti á bygg@vik.is. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út sunnudaginn 6. október 2024.

George Frumuselu
Skipulags- og byggingarfulltrúi
Mýrdalshreppur