Kæru tónlistarnemendur og foreldrar/ forraðamen,
Skólasetning Tónskólans verður 28.ágúst kl. 16:00 í sal Tónskólans, Sunnubraut 7.
Kennsla hefst föstudaginn 29. ágúst. Meðfylgjandi er skóladagatal fyrir veturinn 2025-2026. Það sýnir tónleikadaga, starfsdagar og flr. viðburðir: https://www.vik.is/static/files/Tonskoli/tonlistarskoladagatal-2025-2026_pdf.pdf
Í lok júlí fór Kammerkór Tónskólans ásamt stjórnanda og nokkrum fylgjarmönnum í söngferð til Ítalíu og flutti fallega söngdagskrá í Madonna della Corona. Hægt er að lesa um það hér: https://www.sunnlenska.is/menning/islenskur-korsongur-i-hjarta-italsks-fjalls/
Við erum mjög stolt af frammistöðu Kammerkórs Tónskólans :)
Að lokum langar mig að bjóða Yuichi Yoshimoto, píanókennara og undirleikara velkominn. Hann er flutur til Víkur og hóf störf hjá Tónlistarskólanum þann 1. Ágúst. Hann er tónlistarmaður frá Japan og var nýlega að ljúka meistargráðu í tónsmíðum og píanóleik hjá Listaháskóla Íslands.