Alvarleg rafmagnsbilun er enn í gangi í Vik og Mýrdal. Verið er að flytja meira varaafl í Vík, Þangað til að varaaflið er komið á staðinn og tengt þarf að fara sparlega með rafmagnið svo að ekki þurfi að koma til frekari skerðinga á rafmagni. Reiknað er með að meira varaafl getið verið komið í rekstur fljótlega eftir hádegi. Við munum upplýsa þegar meira varafl er komið í rekstur og framvindu á biluninni.
Nokkur ráð til að spara rafmagn:
Takmarka hleðslu nema í ítrustu neyð.
Lækka hita í húsum um nokkrar gráður.
Reyna að takmarka eldun eins og kostur nema í ítrustu neyð.
Með fyrir fram þökk RARIK.