Nýtt útlit Leikskála

Sveitarstjórn Mýrdalshrepps samþykkti á 647. fundi 22. mars sl. að múrviðgerðir á húsinu yrðu kostnaðarmetnar. Sveitarstjórn samþykkti jafnframt litaval hússins að því gefnu að múrviðgerð og málun sé talin fýsilegur kostur og fól sveitarstjóra að kynna það á heimasíðu sveitarfélagsins og gefa íbúum kost á að koma athugasemdum sínum á framfæri. Sjá mynd sem fylgir þessarri frétt og nánar í fundargerð:

https://www.vik.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir/index/sveitarstjorn/84

Þeir sem vilja koma athugasemdum á framfæri er boðið að senda þær í tölvupósti á skrifstofa@vik.is eða skila þeim inn á skrifstofu sveitarfélagsins að Austurvegi 17 í Vík.

Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri