Um er að ræða þriggja daga heilsdags námskeið í Skipulagðri kennslu (TEACCH), dagana 6. 7. og 8. ágúst. Kennarar koma frá Ráðgjafa- og greiningarstöð (RGR). Frekari upplýsingar berast skráðum þátttakendum þegar nær dregur.
Verð á einstakling er 38.500 kr. og hægt að sækja styrk í sitt stéttarfélag.
Skráning er bindandi eftir skráningarfrest 21. júlí og verður reikningur sendur í heimabanka.Hægt er að afskrá sig á námskeið skriflega áður en útgefinn skráningarfrestur þess er liðinn með því að senda tölvupóst á ritari@skolamal.is. Ef um veikindi er að ræða þarf að tilkynna þau í síðasta lagi að morgni námskeiðsdags.
Hverjum er námskeiðið ætlað? Námskeiðið er ætlað aðstandendum og starfsfólki sem starfar með börnum og ungmennum.
Lýsing Námskeiðið er byggt á hugmyndafræði TEACCH. Á námskeiðinu er kynning á hugmyndafræðinni og aðferðum skipulagðrar kennslu. Fjallað er um hvernig aðferðir hugmyndafræðinnar stuðla að sjálfstæði og frumkvæði einhverfra einstaklinga. Nýttar eru leiðir sem ýta undir að umhverfi og aðstæður mæti þörfum einhverfra, stuðli að vellíðan og til að kenna nýja færni. Þó að aðaláherslan sé að einhverfu þá getur hugmyndafræðin nýst til að mæta einstaklingum með aðrar greiningar og þarfir. Námskeiðið byggir á fyrirlestrum, mynddæmum, umræðum og þjálfun þátttakenda. Unnið er í hópum þar sem þátttakendur æfa sig að nýta hugmyndafræðina og verkfæri hennar.
Markmið Að þátttakendur:
- Öðlist þekkingu á hugmyndafræði TEACCH.
- Læri grunnatriði skipulagðrar kennslu og geti nýtt aðferðir hennar.
- Geti tekið þátt í uppbyggingu og notkun skipulagðrar kennslu í skólaumhverfi, á vinnustað eða heimili einhverfra sem og öllum athöfnum daglegs lífs
Skráning fer fram á netinu hér eða með því að skanna QR kóðann í viðhengi eða á plaggatinu